Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kórónuveirukreppan sú næstdýpsta frá upphafi mælinga

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Samdráttur landsframleiðslu í kórónuveirukreppunni er sá næstmesti frá því mælingar hófust árið 1945. Bankahrunið haustið 2008 leiddi af sér meiri samdrátt en síldarþurrðin á sjöunda áratugnum hafði minni áhrif.

Frá þessu er greint í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dags og vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands.

Blaðið hefur eftir Gunnari Axel Axelssyni, deildarstjóra í þjóðhagsreikningum og opinberum fjármálum hjá Hagstofunni að helsta einkenni kórónuveirukreppunnar sé hve hraður samdrátturinn varð og hve hratt hann gengur til baka.

Samdráttur varð mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi síðasta árs en síðan þá hefur leiðin legið upp. Hagstofan áætlar 7,3 prósenta hagvöxt á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs.