Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hrottafengin morð vígamanna í Kongó

29.08.2021 - 06:55
epa07567843 Soldiers of the Congolese national army, the Armed Forces of the Democratic Republic of the Congo (FARDC), take up a position that overlooks the so-called 'triangle of death', where the ADF militia group operate, in Beni, North Kivu province, Democratic Republic of the Congo, 11 May 2019 (issued 13 May 2019). Dealing with the Ebola outbreak in Beni has multiple security challenges including attacks from local Mai Mai militia group and the Ugandan-originating Allied Democratic Forces (ADF) rebel group that claimed to be connected to the Islamic State (IS) networks.  EPA-EFE/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM
Sá einstaki aðili sem flest mannréttindabrot hefur á samviskunni í Kongó er stjórnarherinn, samkvæmt úttekt Sameinuðu þjóðanna Mynd: epa
Vígamenn frá Úganda gengu berserksgang í þorpi í austanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á föstudag. Al Jazeera hefur eftir lögreglu að nítján almennir borgarar hafi fundist látnir. Vígamennirnir kveiktu í fólki og limlestu.

 

Haft er eftir þorpshöfðingja að starfsfólk Rauða krossins hafi fundið líkin í leit sinni af fólki sem var saknað eftir árásina á þorpið. Þorpið er í Beni-héraði, nærri svæði sem vígasveitir sem tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hafa herjað á undanfarið. 

Meleki Mulala, talsmaður borgarasamtaka í Rwenzori, gagnrýndi í yfirlýsingu á föstudag að stjórnarherinn væri hvergi sjáanlegur nærri Beni, þrátt fyrir ítrekaðar árásir vígamanna þar. Fyrr í mánuðinum var bandarísk sérsveit send til landsins til að aðstoða stjórnarherinn í landinu í baráttunni gegn vígamönnum. Ekki er vitað hversu margir voru sendir frá Bandaríkjunum. 

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV