Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Milljónir í vandræðum vegna verkfalls lestarstjóra

23.08.2021 - 06:40
epa09409517 An information display shows no departures during a warning strike in railway operations in Germany at Berlin Central Railway Station (Hauptbahnhof), in Berlin, Germany, 11 August 2021. According to Deutsche Bahn, only about one in four normally scheduled long-distance trains will run on 11 and 12 August. The Union of German Train Drivers (GDL) has called its members to a warning strike to achieve a 1.4 per cent wage increase, a 'coronavirus bonus' of 600 euros for 2021 and a 1.8 per cent increase for 2022.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: epa
Lestarsamgöngur verða í lamasessi í Þýskalandi í dag og á morgun, þar sem verkfall lestarstjóra, sem áður náði eingöngu til vöruflutningalesta, teygði anga sína inn í farþegaflutningakerfið í nótt sem leið. Verkfallið hefur áhrif á milljónir Þjóðverja.

Lítið hefur þokað í kjaradeilu lestarstjóra og þýsku járnbrautanna og tilboð sem samninganefnd Deutsche Bahn gerði lestarstjórum í gær breytti engu þar um. Tilboðinu var umsvifalaust hafnað sem „gervitilboði“ og því bættist stór hluti lestarstjóra í farþegaflutningum í hóp verkfallsmanna í nótt.

Mun verkfall þeirra standa til klukkan tvö aðfaranótt miðvikudags og ljóst að milljónir Þjóðverja sem treysta á lestarsamgöngur til að ferðast til og frá vinnu verða að leita annarra leiða til að komast leiðar sinnar næstu daga.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV