Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tónaflóð í Hörpu

Tónaflóð í Hörpu

21.08.2021 - 19:28

Höfundar

RÚV og Harpa taka höndum saman og verða með veglega tónlistarveislu í beinni útsendingu úr Hörpu á Menningarnótt. Þar koma meðal annarra fram: Bríet, Aron Can, Bubbi og Ragga Gísla.

Tónleikarnir Tónaflóð í Hörpu verða í beinni útsendingu á RÚV í kvöld til að gleðja landsmenn heima í stofu á Menningarnótt. Munu þau Bríet, Aron Can, Bubbi og Ragga Gísla halda uppi fjörinu með glæsilegum tónlistarflutningum. 

Kynnar kvöldsins eru Baldvin Þór Bergsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. 

Tónleikarnir eru á dagskrá frá kl. 19:45-22:35 og er hægt að horfa á þá í spilaranum hér að ofan.