Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Hraun aftur farið að renna í Nátthaga

21.08.2021 - 19:29
Mynd með færslu
 Mynd: Axel Gunnarsson - RÚV
Mikið hraun hefur flætt úr eldgígnum í Geldingadölum í dag. Hraunið rennur bæði til austurs og vesturs og er nú farið að renna aftur niður í Nátthaga.

Klukkan 22 mínútur yfir sex í gærkvöld hrundi úr gígnum og ofan í hann, þetta gerðist þegar dregið hafði úr hraunflæði og ekki sást í rauðglóandi hraun í gígnum. Hraunið byrjaði að renna aftur í morgun og hefur verið mjög stöðugt síðan þá.

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir óvíst hvort hrunið úr gígnum í gærkvöld hafi haft áhrif á breyttan farveg hraunsins í dag. 
 

Andri Magnús Eysteinsson