Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Maður myrtur grunaður um að bera ábyrgð á skógareldum

epaselect epa09410386 A forest burns near the village of Ben Douala near Tizi Ouzou, in the mountainous Kabyle region, 100 km east of Algiers, Algeria, 11 August 2021. According to the official news agency APS (Algeria Press Service), the death toll of forest fires rose to reach 65 deaths nationwide, including 37 civilians and 28 soldiers.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ríkissaksóknari í Alsír fyrirskipaði í dag rannsókn á því að æstur múgur tók mann af lífi án dóms og laga. Talið var að hann bæri ábyrgð á víðfeðmum skógareldum í landinu. Yfirvöld telja næsta öruggt að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum og eru fjórir í haldi vegna þess.

Mannskaðaeldar hafa logað í landinu alla vikuna en að minnsta kosti sextíu og níu eru látin af þeirra völdum. Myndskeið sem birtist á Netinu sýnir þau sem réðust að hinum 38 ára listamanni Jamal Ben Ismail berja hann til ólífis og bera loks eld að líki hans.

Atvikið átti sér stað í bænum Larbaa Nath Irathen í Tizi Ouzou-héraðinu austan höfuðstaðarins Algeirsborgar. Þar um slóðið er ástandið af völdum skógareldanna sínu verst.

Í yfirlýsingu saksóknara segir að þungar refsingar bíði þeirra sem eigi sök á ódæðinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International hvöttu alsírsk yfirvöld til að rannsaka andlát Ben Ismails og innlend mannréttindasamtök kváðu atburðinn vera grimmilegan.

Það hafi hreinlega verið ógnvekjandi að sjá ungan mann myrtan sem eingöngu ætlaði sér að hjálpa til við slökkvistarfið. Faðir hins látna hvatti til rósemi en brýndi yfirvöld til þess að varpa ljósi á það sem gerðist.

Þriggja daga þjóðarsorg til minningar um fórnarlömb skógareldanna hófst í Alsír í dag.