Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Starfsstöð leikskóla Seltjarnarness lokað vegna smits

11.08.2021 - 10:35
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Starfsmaður leikskóla Seltjarnarness greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Starfsstöð hans var þá lokað í kjölfarið og voru börnin á deildinni send í sóttkví. Lokun deildarinnar varðar um hundrað börn.

Leikskóli Seltjarnarness er með fjórar starfsstöðvar og er jafnframt sá stærsti á landinu. Aðrar starfsstöðvar eru áfram opnar, að sögn Soffíu Guðmundsdóttur, leikskólastýru. 

Stjórn leikskólans bíður nú frekari upplýsinga frá smitrakningateyminu um framhaldið en nokkur óvissa ríkir meðal foreldra, til að mynda eigi mörg barnanna systkini á öðrum starfsstöðvum leikskólans.