Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Pólverjar samþykkja umdeild fjölmiðlalög

11.08.2021 - 22:25
epa09410375 Supporters and members of opposition parties take part in a protest against the amendment to the Broadcasting Act in front of the Polish parliament building in Warsaw, Poland, 11 August 2021. The Polish Sejm (lower house) on 11 August voted in a new media law. The draft amendment, tabled by MPs from Law and Justice (PiS), specifies that only entities headquartered in the European Economic Area (EEA) countries can be granted a broadcasting licence, provided they are not dependent on entities from outside the EEA.  EPA-EFE/Piotr Nowak POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Pólska þingið samþykkti í dag umdeilda löggjöf sem gerir að verkum að eigandi eins stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis Póllands verður að selja ráðandi hlut sinn í fyrirtækinu. Með lagasetningunni er lagt bann við því að fyrirtæki með höfuðstöðvar utan evrópska efnahagssvæðisins geti átt ráðandi hlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum.

Stjórnvöld, sem þrengt hafa að fjölmiðlum, segja að lögin séu nauðsynleg til að tryggja að óvinveittir útlendingar geti ekki stjórnað öflugum ljósvakafyrirtækjum. Gagnrýnendur segja að með þessu opnist leið fyrir ríkisrekinn pólskan orkurisa til að eignast fjölmiðlafyrirtækið TVN sem hefur oft verið með gagnrýninn fréttaflutning í garð stjórnvalda. Þar með kæmist fjölmiðlafyrirtækið undir áhrif stjórnvalda.

Efnt var til mótmæla í Póllandi gegn lagasetningunni í dag.

Lögin voru samþykkt með 228 atkvæðum gegn 216 í pólska þinginu í dag eftir mikinn átakadag, daginn eftir að einn stjórnarflokkanna sneri baki við stjórninni.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV