Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Engin frekari smit greinst á hjúkrunarheimilinu Dyngju

09.08.2021 - 16:33
Mynd með færslu
 Mynd: Ja.is - Skjáskot
Engin frekari kórónuveirusmit hafa greinst á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður.

Allir heimilismenn og nær allir starfsmenn voru skimaðir og reyndust öll sýni neikvæð. Enn eru nokkrir í sóttkví en sýni verða tekin úr þeim á morgun og niðurstöður þeirra sýnatöku að vænta á miðvikudag. 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður