Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis

epa09405528 Health Workers prepare to start the new  drive through Covid-19 vaccination centre in Melton, Australia, 08 August 2021. Australia's first drive-through vaccine hub will open for business in Melbourne while Victorians under 40 will be offered AstraZeneca jabs at state-run clinics.  EPA-EFE/LUIS ASCUI   AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.

Nokkuð fljótt kom í ljós að ekki var um að ræða „hefðbundna flensu“ og yrði að kveða niður faraldurinn. Yfirvöld í flestum ríkjum mátu heilbrigðiskerfi ekki ráða við umfang veikindanna sem yrðu ef faraldurinn fengi að dreifast óheftur um heimsbyggðina. Ljóst var að ákjósanlegri kostur væri að bólusetja fólk gegn veirunni.

Bóluefnakapphlaupið

Bóluefnaframleiðendur víðs vegar um heim fóru á fullt við framleiðslu COVID-19 bóluefna þegar ljóst var í hvað stefndi. Nú hafa yfir fjórar milljónir bóluefnaskammta verið gefnar og megnið af þeim meðal ríkari þjóða heims. Bóluefnin sem notast hefur verið við hérlendis eru frá framleiðendunum Pfizer, Moderna, Astra-Zeneca og Janssen.

COVID-19: Hvað vitum við um nýju afbrigðin?

Almenningur, sem og fræðimenn, bundu vonir við að með tilkomu bóluefna og dreifingu þeirra yrði COVID-19 heimsfaraldur loks kveðinn niður. Veruleikinn varð hins vegar annar.

COVID-19 veiran er ekki sú sama og hún var í fyrstu. Nú er til kominn fjöldi „afbrigða“ eða stökkbreyttra útgáfa af veirunni, sem hver hefur mismunandi eðli. Hér verður fjallað um mest áberandi afbrigði veirunnar og eðli þeirra.

Alfa - „breska afbrigðið“

Alfa-afbrigði COVID-19 greindist fyrst á Bretlandseyjum í september síðasta árs. Afbrigðið dreifðist hratt og var í apríl orðið það algengasta sem greindist í Bandaríkjunum.

Beta - „suðurafríska afbrigðið“

Afbrigðið beta greindist fyrst í september 2020 í Suður-Afríku. Beta varð fljótt orðið ráðandi afbrigði í landinu, og áberandi víða um heim. Nú er það aðeins brot af greindum smitum á heimsvísu.

Gamma - „brasilíska afbrigðið“

Gamma-afbrigði kórónuveirunnar greindist í desember. Hinir fyrstu sem greindust smitaðir af þessu afbrigði voru japanskir ferðamenn sem nýlega höfðu dvalið í Brasilíu. Gamma-afbrigðið var fljótt ráðandi í Brasilíu og víða í S-Ameríku. Gamma-afbrigðið greinist enn í um 90% allra COVID-19 smitaðra í Brasilíu.

Delta - „indverska afbrigðið“

Delta-afbrigði COVID-19 er ráðandi í löndum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Það greindist fyrst í Indlandi á síðasta ári. Samkvæmd Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna eru nú um 83% covid-smitaðra í landinu smitaðir af delta-afbrigðinu.

Margt er enn óljóst varðandi þetta nýjasta, og virðist mest smitandi, afbrigði COVID-19 til þessa. Samhljómur er þó meðal rannsakenda að víðtækar bólusetningar séu besta tiltæka vörnin gegn öllum fyrrnefndum afbrigðum kórónuveirunnar.