Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Neyðarástand á Sikiley vegna skógarelda - eldgos í Etnu

08.08.2021 - 01:22
In this photo released by the Italian Firefighters, a view of a violent wildfire that burned the historical pinewood in Pescara, central Italy, Sunday, Aug. 1, 2021. Sea resorts customers were seen running away as the flames were approaching  the beach. More than 100 people were evacuated from their houses. A heat wave across southern Europe, fed by hot air from North Africa, has led to wildfires across the Mediterranean, including on the Italian island of Sicily and in western Greece. (Italian Firefighters via AP)
 Mynd: AP
Yfirvöld á Sikiley lýstu í gær yfir neyðarástandi og hækkuðu viðbúnaðarstig fyrir næsta hálfa árið vegna skógarelda sem brenna á eyjunni. Nello Musumeci, héraðsstjóri á Sikiley, greinir frá því í færslu á Facebook að ákvörðunin sé byggð á ástandinu nú og veðurhorfum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sikiley, Sardinía. Calabria og Puglia eru þau héruð Ítalíu sem verst hafa orðið úti í skógareldum í sumar. 

Óvenju heitt hefur verið á Sikiley að undanförnu og þar kviknuðu skógareldar undir lok júlí. Langtíma veðurspá gerir ráð fyrir fyrir áframhaldandi hitum og þurrki næstu vikurnar. Gangi hún eftir verða kjöraðstæður á Sikiley fyrir slíkar hamfarir eitthvað fram á haustið. Því er brugðið á þetta ráð, til að auka meðvitund eyjarskeggja um hættuna sem að þeim steðjar og auðvelda fjármögnun og eflingu þess viðbúnaðar sem hún kallar á.

Eldgos og heimsfaraldur

Til að bæta gráu ofan á svart tók Etna að gjósa snemma í júlí og hefur aska frá gosinu valdið margs konar óþægindum og vanda allar götur síðan. Fyrir utan ertingu í lungum þeirra sem viðkvæm eru fyrir eru það einkum landbúnaðurinn og samgöngurnar, jafnt á landi sem í lofti, sem verða fyrir truflunum vegna öskufallsins. Þá fer kórónaveirusmitum einnig hratt fjölgandi á eyjunni þessa dagana, segir í frétt Der Spiegel