Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sextán látin í skógar- og gróðureldum í Evrópu

07.08.2021 - 04:26
epa09400152 Volunteer firefighters battle to extinguish a wildfire burning in Kryoneri area, near Athens, Greece, 06 August 2021. The fires in Attica continued to blaze uncontrollably on Friday, along all three fronts that formed during the night, at the side of the Athens-Lamia national highway toward Kapandriti, on the foothills of Parnitha in Afidnes and in Ippokratios Politia where both homes and businesses were burned. Another major problem caused by the fires is the thick smoke that has blanketed the Attica sky, creating a stifling atmosphere. Among the forces fighting the flames are 83 fire-fighters sent from France, who arrived in Greece on 06 August. The situation, already extremely difficult, is expected to get worse during the day as wind intensity picks up and starts to fan the flames.  EPA-EFE/ORESTIS PANAGIOTOU
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Minnst sextán hafa látið lífið í skógar- og gróðureldum í Evrópu síðustu daga og vikur. Tveir létust í eldunum í Grikklandi í gær, en áður höfðu tveir farist á Ítalíu, fjögur á Kýpur og átta í Tyrklandi. Annar Grikkjanna sem dó í gær var slökkviliðsmaður en hinn formaður viðskiptaráðs Aþenu.

Yfir 20 manns hafa leitað á sjúkrahús í Grikklandi vegna brunasára og annarra áverka og tveir slökkviliðsmenn liggja alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild í Aþenu. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, segir stöðuna grafalvarlega og landið orðið að einni allsherjar púðurtunnu eftir margra daga hitabylgju ofan á langvarandi þurrka. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í Grikklandi og Tyrklandi síðustu daga.