Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sex fórust í flugslysi í Alaska

06.08.2021 - 02:43
Remnants of the Ketchikan Pulp Company stand in the foreground of the Breakaway-Plus-class cruise ship Norwegian Encore on Wednesday, Aug. 4, 2021 while the vessel is moored at the new cruise ship dock and welcome center Mill at Ward Cove in Ketchikan, Alaska. The Encore is the first cruise ship that used the docking facility. (Dustin Safranek/Ketchikan Daily News via AP)
Ketchikan í Alaska er vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa Mynd: AP
Sex fórust þegar sjóflugvél hrapaði nærri bænum Ketchikan í Alaska í gær. Bandaríska strandgæslan greinir frá þessu. Fimm farþegar af bandaríska skemmtiferðaskipinu Nieuw Amsterdam voru í útsýnisflugi í vélinni þegar hún hrapaði og fórust þeir allir, ásamt flugmanninum.

Flak vélarinnar fannst í brattri, skógi vaxinni fjallshlíð um 20 kílómetra frá Ketchikan, þar sem skipið hafði viðkomu í gær. Flugvélin, eins hreyfils DeHavilland DHC-2 Beaver, var ekki á vegum skipafélagsins heldur gerð út af heimamanni. Veður var ágætt á slysstað en skyggni lélegt, segir í frétt Anchorage Daily News. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV