Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

 Bólusettir fara í skimun þegar þeir koma til landsins

06.08.2021 - 17:08
Leifsstöð
 Mynd: Anna Lilja Þórisdóttir - Ljósmynd
Regla verður sett um skimun þeirra sem koma til Íslands og eru búnir að fá bólusetningu. Þetta á við alla sem hafa íslenska kennitölu. Líka fólk sem ætlar að vera lengi á landinu og fólk sem ætlar að sækja hér um vinnu þótt svo fólk hafi ekki íslenska kennitölu.

Ríkisstjórnin ákvað þetta á fundi sínum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta sé tillaga frá sóttvarnalækni.

Allir verða skyldaðir til að mæta í skimun innan 48 tíma frá komu til landsins. Nýja reglan tekur gildi 16. ágúst.

Tillaga að millifyrirsögn: Fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins

Fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hófst rétt eftir miðjan júlí. Síðan þá hefur fjöldi smita verið greindur á hverjum degi. Í gær greindust 107 smit.

Samkomutakmarkanir hafa aftur tekið gildi. Ekki mega fleiri en 200 koma saman í einu. Eins metra regla er í gildi. Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð á milli fólks.

Allir eru hvattir til að gæta að eigin sóttvörnum, þvo hendur og spritta. Margt fólk velur að nota grímur. Þá er grímuskylda í mörgum búðum.

Tillaga að millifyrirsögn: Ríkisstjórnin hefur rætt við marga

Ríkisstjórnin hefur hitt fulltrúa ýmissa stétta, félagasamtaka og stofnana rætt áhrif faraldursins á skóla, heilbrigðiskerfi og menningarlíf og íþróttastarf.

Katrín segir: „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðru vísi en fyrri bylgjur. Við erum með mörg smit. En við erum með tiltölulega minni alvarleg veikindi. Þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum.“ Hún leggur áherslu á góðan árangur af bólusetningum.

Katrín segir að það þurfi að fara yfir hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að bregðast við faraldrinum. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur um hvernig sé hægt að tryggja að það gangi vel.

Þá segir Katrín að það verði ákveðið seinn hvort börn yngri en 16 ára verða bólusett.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur