Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Áttundi mótframbjóðandi Ortegas handtekinn

05.08.2021 - 05:36
epa09395477 Former Miss Nicaragua Berenice Quezada speaks during her presentation of the presidential formula by the opposition Alianza Ciudadanos por la Libertad (Citizens for Freedom Alliance) (Cxl), in Managua, Nicaragua, 28 July 2021 (Issued 04 August 2021). The opposition Alianza Ciudadanos por la Libertad (CxL) denounced on 04 August the arrest and disqualification of its candidate for the Vice-presidency of Nicaragua, the former beauty queen Berenice Quezada, amid a wave of arrests with three months to go before the elections in which current President Daniel Ortega seeks re-election.  EPA-EFE/Jorge Torres
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Lögregla í Níkaragva handtók í fyrradag áttundu manneskjuna sem líkleg þótti til að bjóða Daniel Ortega byrginn í forsetakosningum sem fram eiga að fara í nóvember næstkomandi. Hin handtekna er Berenice Quezada, ung kona á þrítugsaldri, sem Frjálsi borgaraflokkurinn skráði á mánudag sem varaforsetaefni forsetaframbjóðanda síns, Oscars Sobalvarros.

Hún var handtekin á heimili sínu seint á þriðjudagskvöld og færð fyrir dómara, sem úrskurðaði hana í stofufangelsi. Quezada fær ekki aðgang að síma, ferðafrelsi hennar er verulega skert og henni er óheimilt að bjóða sig fram til opinbers embættis, segir í tikynningu frá Borgarahreyfingu fyrir frelsi, kosningabandalagi hægriflokka.

Sakirnar eru ekki ósvipaðar þeim sem aðrir handteknir mótframbjóðendur hafa verið bornir, en Quazeda er sökuð um hryðjuverk og undirróður gegn stjórnvöldum með tilhæfulausri gagnrýni á ófrelsi borgaranna og kúgun stjórnvalda.

Auk hinna átta mögulegu mótframbjóðenda Ortegas hafa á þriðja tug pólitískra andstæðinga Ortegas og ríkisstjórnar hans verið handteknir síðan í maí. Flestum er þeim haldið á leynilegum stöðum og fá ekki aðgang að lögfræðiaðstoð eða öðrum björgum, samkvæmt frétt The Guardian.