Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Noregur í undanúrslit eftir erfiðan leik

epa09393309 Reka Bordas (L) and Szandra Szollosi-Zacsik (back) of Hungary in action against Nora Moerk of Norway during women's handball quarterfinal match Hungary vs. Norway of the Tokyo 2020 Olympic Games in Yoyogi National Stadium in Tokyo, Japan, 04 August 2021.  EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Noregur í undanúrslit eftir erfiðan leik

04.08.2021 - 05:45
Noregur lagði Ungverjaland í 8-liða úrslitum handbolta kvenna með 26 mörkum gegn 22, og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Rússlandi.

 

Leikurinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á forystunni. Hin 41 árs gamla Katrine Lunde átti lykilinnkomu í norska liðið á síðari hluta seinni hálfleiks. Hún varði 5 af 8 skotum sem hún fékk á sig og Noregur sneri leiknum úr því að vera tveimur mörkum undir í að ná fjögurra marka forskoti og vinna.

Í undanúrslitum mætir Noregur liði rússnesku Ólympíunefndarinnar, sem vann Svartfjallaland í nótt, 32-26.

Síðari tveir leikir 8-liða úrslita eru síðar í dag. Klukkan 8 mætast Svíþjóð og Suður-Kórea og klukkan 11:45 Frakkland og Holland. Leikur Svíþjóðar og Suður-Kóreu er beint á RÚV og leikur Frakklands og Hollands er sýndur klukkan 13 á RÚV.