Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Líkur á eldingum í dag

04.08.2021 - 09:03
Mynd með færslu
 Mynd: Elijah Hiett
Von er á úrkomu og hlýju veðri í dag og gætu því fylgt eldingar, að sögn Veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Áfram verður hæg breytileg átt og nokkuð hlýtt, eða 10 til 17 stig.

Rigning í kortunum

Úrkoma verður með köflum á landinu öllum fram til föstudags. Um helgina lýkur skúraveðrinu, en þá nálgast ný lægð landið og gæti farið að rigna aftur í flestum landshlutum. Þó minnst á norðurlandi.