Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Besta sænska frjálsíþróttafólkið og bréf frá kennara

epa09392821 Kim Amb of Sweden in action during the Men’s Javelin Throw qualification round during the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 04 August 2021.  EPA-EFE/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Besta sænska frjálsíþróttafólkið og bréf frá kennara

04.08.2021 - 19:35
Sigurbjörn Árni Arngrímsson valdi besta sænska frjálsíþróttafólkið í þætti dagsins í íþróttavarpi RÚV frá Tókýó. Að venju var farið yfir keppni dagsins á Ólympíuleikunum en ýmis furðumál bar líka á góma.

Auk Sigurbjörns Árna eru Einar Örn Jónsson, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og María Björk Guðmundsdóttir umsjónarfólk hlaðvarpsins. Þættinum barst bréf frá stærðfræðikennara Einars Arnar, Kirgistan, grísk-rómversk glíma og írskur prestur komu m.a. við sögu.

Íþróttavarp RÚV er á dagskrá alla virka daga á Rás 2 klukkan 18:10 og má hlusta á þátt dagsins í RÚV spilaranum hér - en einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og Spotify hér fyrir neðan.