Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Liggja yfir upplýsingafundum milli æfinga á nýju verki

Mynd: Ólafur Gros / RÚV

Liggja yfir upplýsingafundum milli æfinga á nýju verki

03.08.2021 - 14:10

Höfundar

Bergmálshellir internetsins og félagsleg einangrun eru viðfangsefni leikverksins Halastjörnunnar sem nú er sýnt í gamalli hlöðu á Akureyri. Milli æfinga liggja leikararnir yfir upplýsingafundum almannavarna

 „Í grunninn er þetta kannski ástarsaga“

Það eru hjónin Einar Aðalsteinsson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem fara með aðalhlutverk í sýningunni sem heitir Halastjarnan. „Í grunninn er þetta kannski ástarsaga og efnistökin eru svolítið bergmálshellar internetsins og félagsleg einangrun í svona nútímatæknisamfélagi og það á kannski sérstaklega vel við núna því eftir faraldrinum og í faraldrinum þá hefur fólk verið að einangra sig og það hefur þurft að reiða sig mjög mikið á samskipti á internetinu,“ segir Einar.

Sýnt í Hlöðinni í Litla-Garði

Verkið er sýnt á Akureyri, í Hlöðunni í Litla-Garði. Anna María Tómasdóttir, leikstjóri, segir húnæðið henta fullkomnlega fyrir verkið. „Þetta er svo ótrúlega sjarmerandi pleis, þetta er hlaða og þetta leikrit er svona fullkomið í svona litlu venue-i þegar það er svona mikil nálægð og þarf það,“ segir Anna María.

 „Með smitafjöldann á hreinu.“  

Sýningin hefur verið lengi í burðarliðnum og hefur vegna aðstæðna í samfélaginu verið frestað í þrígang.  „Við sáum þennan glugga hérna í sumar. En við erum að horfa á hliðið lokast og ljósin slokkna. Við vitum ekki alveg hvað gerist en við bara vonum það besta,“ segir Anna Gunndís. 

Þannig að þið liggið yfir upplýsingafundum á milli þess sem þið æfið?

„Já, ég er rosaleg, við getum alveg sagt það, ég er alveg með smitafjöldann á hreinu.“  

Tengdar fréttir

Norður Ameríka

Engir óbólusettir í Metropolitan-óperuna

Leiklist

Hollt að kunna að vera leikhússgestur heima hjá sér

Tónlist

Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt?

Leiklist

Það er aldrei nein endurtekning í leikhúsinu