Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Hitabylgja í Austur-Grænlandi

03.08.2021 - 01:25
Mynd með færslu
Í Sisimiut á Grænlandi.  Mynd: Chmee2/Valtameri - Wikimedia Commons
Yfir tuttugu og þriggja stiga hiti mældist í Austur-Grænlandi á fimmtudaginn var. Meðalhiti á svæðinu í júlí er um sex gráður.

Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir dönsku veðurstofunni sem segir skýringarinnar að leita í háþrýstisvæði yfir landinu auk þess sem mjög sólríkt hafi verið og vindar hægir.

Reyndar er sérstaklega tekið fram að þar sem þetta háa hitastig mældist séu kjöraðaðstæður. Svæðið sé umlukið háum fjöllum sem haldi hitanum inni.

Undir lok síðasta mánaðar réð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Íslendingum frá að ferðast að nauðsynjalausu til skilgreindra hættusvæða í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í öllum löndum heims. Hann undanskildi þó Grænland.

Fyrra hitamet á svæðinu er orðið sautján ára gamalt en 22  gráðu hiti mældist  í Nerlerit Inaat þann 13. ágúst 2004.