Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heitt í kolunum í jafntefli Fylkis og Leiknis

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Heitt í kolunum í jafntefli Fylkis og Leiknis

03.08.2021 - 21:26
Fylkir og Leiknir gerðu markalaust jafntefli í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Leiknir er í 7. sæti með 18 stig og Fylkir í 9. sæti með 15 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Upp úr sauð á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Fylkismaðurinn Daði Ólafsson fékk rautt spjald fyrir tæklingu. Dómari leiksins, Egill Arnar Sigurþórsson, mat það sem svo að Daði hafi stöðvað skyndisókn með tæklingunni og mótmælti leikmaðurinn harðlega.

Fylkismenn voru nálægt því að skora undir lok leiksins. Arnór Borg Guðjohnsen og Helgi Valur Daníelsson fengu sitt hvort dauðafærið á 90. mínútu. Fylkismenn voru einnig hársbreidd frá því að skora mark á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks en Guy Smit sem átti stórleik í marki Leiknis varði á ótrúlegan hátt frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni.

Fyrr í kvöld vann KA 2-1 sigur á Keflavík.

STAÐAN Í PEPSÍ MAX DEILD KARLA

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hallgrímur skoraði bæði mörk KA í sigri á Keflavík