Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heimir orðaður við þjálfarastarf Rostov í Rússlandi

epa06842580 Iceland's head coach Heimir Hallgrimsson (R) reacts during the FIFA World Cup 2018 group D preliminary round soccer match between Iceland and Croatia in Rostov-On-Don, Russia, 26 June 2018.

(RESTRICTIONS APPLY: Editorial Use Only, not used in association with any commercial entity - Images must not be used in any form of alert service or push service of any kind including via mobile alert services, downloads to mobile devices or MMS messaging - Images must appear as still images and must not emulate match action video footage - No alteration is made to, and no text or image is superimposed over, any published image which: (a) intentionally obscures or removes a sponsor identification image; or (b) adds or overlays the commercial identification of any third party which is not officially associated with the FIFA World Cup)  EPA-EFE/SHAWN THEW   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA - RÚV

Heimir orðaður við þjálfarastarf Rostov í Rússlandi

03.08.2021 - 22:26
Heimir Hallgrímsson er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov í þarlendum fjölmiðlum í dag. Hann er sagður vera annar tveggja þjálfara sem koma til greina í starfið.

Þjálfarastaðan hjá Rostov losnaði á dögunum eftir að Valery Karpin yfirgaf félagið til að taka við rússneska landsliðinu. Rússneski fjölmiðillinn Eurostavka greinir frá því að Heimir og Svartfellingurinn Miodrag Božović komi til greina í starfið. Annarsstaðar í rússneskum fjölmiðlum hafa fjórir aðrir þjálfarar verið orðaðir við starfið auk Heimis og Božović.

Í frétt Eurostavka kemur fram að forseti Rostov þekki vel til Heimis frá tíðum ferðum hans til Rostov að fylgjast með íslenskum landsliðsmönnum þegar hann stýrði íslenska landsliðinu. Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason, Viðar Örn Kjartansson og Björn Bergmann Sigurðarson hafa leikið með rússneska liðinu.

Heimir er tiltækur í starfið því hann lét af störfum hjá Al Arabi í Katar í maí sl. Keppni er nýhafin í rússnesku úrvalsdeildinni og hefur Rostov tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Næsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Khimki næstkomandi sunnudag.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Heimir yfirgefur Al Arabi