Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dómstóll stöðvar gangagerð við Stonehenge

03.08.2021 - 13:00
Erlent · Bretland · Stonehenge · UNESCO
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Breskur dómstóll hefur snúið ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar, sem veitt hafði leyfi til byggingar jarðganga skammt frá Stonehenge, einum helstu menningarminjum landsins

Skammt er síðan Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, staðfesti að Stonehenge yrði fært á lista stofnunarinnar yfir minjar í hættu, ef af göngunum yrði. Jafnvel gæti farið svo að minjarnar færu af heimsminjaskrá.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Highways England

Málið kom til kasta dómstóla að tilstuðlan Stonehenge-bandalagsins, regnhlífasamtaka þeirra sem leggjast gegn framkvæmdum í nágrenni minjanna og óttast áhrif þess að fara í jarðvegsframkvæmdir svo nærri steinunum dularfullu.

Dómstóll hefur nú úrskurðað að gera þurfi úttekt á lömæti framkvæmdanna og með því fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem stjórnvöld höfðu áður veitt.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV