Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Alls þrír smitaðir heimilismenn á Grund

03.08.2021 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Einn heimilismaður og einn starfsmaður til viðbótar greindust með kórónuveiruna á hjúkrunarheimilinu Grund á sunnudag. Áður höfðu tveir heimilismenn greinst með COVID-19. Nú eru því alls þrír heimilismenn í einangrun með veiruna. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar, segir stöðuna þó vera góða miðað við aðstæður. Allir sem hafa greinst, heimilismenn sem starfsmenn, eru einkennalausir eða með væg einkenni.

„Ég hafði miklu meiri áhyggjur í fyrstu en þær eru minni núna. Staðan er nokkuð róleg hjá okkur eins og er, “ sagði Gísli Páll Pálsson í samtali við fréttastofu.