Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þúsundir mótmæltu covid-ráðstöfunum á götum Berlínar

epa09386144 Police detain a protester near the Victory Column where people gathered for an unauthorized protest by 'Querdenken 711' in Berlin, Germany, 01 August 2021. Unannounced rallies were held despite Berlin police banned all protests against measures imposed to curb the spread of the pandemic Sars-Cov-2 coronavirus, among them a protest by 'Querdenken 711' - a protest group consisting of anti-vaxxers, conspiracy theory supporters and far-right groups - expecting some 22,500 participants, due to violations of hygiene regulations.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þúsundir tóku í gær þátt í mótmælum víða í Berlín gegn viðbrögðum þýskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum þrátt fyrir að það sé bannað. Enn liggur ekki fyrir hve margir úr röðum mótmælenda og lögreglu særðust. Einn lést.

AP fréttastofan greinir frá því að tæplega fimmtugur maður lést eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum. Hann kvartaði undan verk í brjósti og handlegg og hné svo niður.

Lögreglumenn reyndu lífgunartilraunir uns sjúkralið bar að sem flutti manninn á sjúkrahús þar sem hann lést. Venjubundin rannsókn er hafin á andlátinu.

Um sex hundruð voru handtekin í mótmælunum sem einkenndust af talsverðu ofbeldi en mótmælendur hunsuðu fyrirmæli um að hverfa á braut og gerðu áhlaup á raðir lögreglu.

Talskona lögreglunnar segir enn verið að taka saman hve margir lögreglumenn og mótmælendur meiddust meðan á mótmælunum stóð.