Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Talsverðar skemmdir eftir bruna í risíbúð í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Eldur kom upp í risíbúð við Hringbraut í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var einskorðaður við þessa einu íbúð í húsinu.

 Mikið tjón varð vegna reyks en enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Ekki er vitað um eldsupptök á þessarri stundu en mest tjón varð í eldhúsi íbúðarinnar. 

Nóttin var að öðru leyti ögn rólegri en síðustu nætur að sögn varðstjórans og færri covid-sjúkraflutningar eftir miðnætti en verið hefur undanfarið. Enn á þó eftir að taka saman heildarfjölda þeirra flutninga síðasta sólarhringinn.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV