Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Minnst fimm féllu í árás á líkfylgd í Líbanon

02.08.2021 - 00:52
epa06109647 A handout photo made available by Hezbollah media office on 25 July 2017 shows Hezbollah members during a military operation against the so-called Islamic State (IS or ISIS,ISIL) and Al-nusrah Front militant groups in Jurud Arsal mountainous
Bifreið með fána Hezbollah-samtakanna í Jurud Arsal. Mynd: EPA - HEZBOLLAH MEDIA OFFICE
Að minnsta kosti fimm féllu í árás súnní-múslíma á líkfylgd í strandborginni Khalde rétt sunnan við Beirút í Líbanon í gær. Skothríð stóð tímunum saman og almenningur þurfti að leita sér skjóls.

Verið var að fylgja Ali Shebli, manni úr röðum Hizbollah-samtökunum til grafar sem var myrtur í brúðkaupi daginn áður. Þrír þeirra sem féllu í árásinni tilheyra samtökunum samkvæmt upplýsingum AFP-fréttaveitunnar.

Líbanski rauði krossinn segist hafa flutt fjóra á sjúkrahús, einn alvarlega særðan en talið er að fleiri hafi verið fluttir særðir á sjúkrahús með einkabílum.

Skothríð varði í um þrjár klukkustundir og olli miklu upnámi, fólk flúði veitingahús og af ströndinni til að leita sér skjóls. Hizbollah eru samtök sjía-múslíma og fulltrúar þeirra kölluðu þegar eftir því að her og öryggissveitir handtækju þá sem staðið hefðu að árásinni.

Mikil spenna ríkir milli sjía og súnní múslíma í Líbanon og átök þeirra á milli algeng. Það eykur enn á vandann í landinu sem glímir við verstu kreppu undanfarinna 170 ára.

AFP-hefur eftir talsmanni hersins að viðbúnaður hefði verið aukinn á svæðinu og að óhikað yrði skotið á hvern þann sem bæri vopn á götum borgarinnar. Herinn setti einnig upp vegatálma við helstu leiðir að borginni.