Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íran skuli mæta afleiðingum árásar á olíuskip

02.08.2021 - 16:35
epa09377244 British Prime Minister Boris Johnson speaks during the Global Education Summit in London, Britain, 29 July 2021. The UK and Kenya are hosting the Education Summit in London where leaders from world governments have come together to make pledges to support work to help transform education systems in up to 90 countries and territories.  EPA-EFE/ANDY RAIN / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson segir að afleiðingar ættu að verða af „óásættanlegri og svívirðilegri“ árás Írana á olíuskip við strendur Óman í síðustu viku.

Tveir skipverjar létu lífið í árásinni annar breskur en hinn rúmenskur. Skipinu Mercer Street er siglt undir líberískum fána og eru í eigu ísraelska félagsins Zodiac Maritime. Skipið var á leið frá Tansaníu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þegar árásin var gerð fyrir helgi.

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Ísrael hafa þegar sakað Írani um að bera ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Tehran hafa hafnað því að bera ábyrgð á árásinni.

„Ég tel að Íranir ættu að takast á við afleiðingar gjörða sinna, sagði Johnson við blaðamenn í dag. Hann sagði að það væri algjörlega nauðsynlegt að Íranir virtu rétt skipa til siglinga.
 

Andri Magnús Eysteinsson