Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Haniyeh endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi Hamas

epa04529271 Top Hamas leader Sheikh Ismaeli Haneiya waves to Hamas supporters during a Hamas rally to commemorate the 27th anniversary of Hamas militant group in  Gaza City on, 14 December 2014. Members of the Islamist Hamas movement said it was only a &
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas á Gaza-ströndinni.  Mynd: EPA
Hamas-samtökin tilkynntu í dag að Ismail Haniyeh hefði verið endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi samtakanna. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna frá árinu 2017.

Í yfirlýsingu segir að tugir þúsunda félaga í samtökunum hafi tekið þátt í kjörinu en ekki er vitað til þess að nokkur hafi boðið sig fram gegn Haniyeh. Hann dvelur í útlegð til skiptis í Tyrklandi og Katar en hefur verið pólítískur leiðtogi Hamas frá árinu 2017.

Haniyeh tók þátt í friðarviðræðunum sem bundu enda á ellefu daga ófriðinn í maí sem kostaði 260 Palestínumenn og þrettán Ísraela lífið.

Hamas-samtökin hafa ráðið ríkjum á Gaza-svæðinu frá því 2006 en þá var seinast gengið þar til kosninga. Síðan þá hafa Ísraelsmenn haldið Gaza í herkví en Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök.