Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að hópur ungra manna hafi ráðist með bareflum að unglingum við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar segir að ekki sé vitað um meiðsl og að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra.
Þá voru tveir handteknir eftir líkamsárás í Kópavogi og átti annar þeirra að vera í sóttkví. Báðir fengu að gista fangageymslur.
Í nótt var ofurölvi maður handtekinn í miðborg Reykjavíkur, hann neitaði að segja deili á sér, hafði í hótunum við lögreglu og hlýddi engum fyrirmælum. Hann var því vistaður í fangaklefa í nótt.