Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Schauffele Ólympíumeistari karla í golfi

epa09383987 Xander Schauffele of USA tees off on the fourth tee during the Men's Individual Stroke Play Round 4 at the Golf events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Kasumigaseki Country Club in Kawagoe, Japan, 01 August 2021.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Schauffele Ólympíumeistari karla í golfi

01.08.2021 - 07:16
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele varð í morgun Ólympíumeistari karla í golfi. Hann var með forystuna fyrir lokahringinn í dag og náði að halda aftur af atlögum keppinautanna.

Schauffele lék lokahringinn í dag á 4 höggum undir pari og 18 undir pari samanlagt. Talsverð spenna var á lokahringnum og margir kylfingar sóttu að Schauffele. Næst honum komst Slóvakinn Rory Sabbatini en hann lék á 17 undir pari samanlagt eftir að hafa leikið lokahringinn á 10 undir pari. Silfrið fer til hans.

Þar fyrir aftan er mikil þvaga. Sjö kylfingar urðu jafnir á 15 undir pari og léku umspil um bronsið. Þar var C.T. Pan frá kínverska Tæpei (sem í daglegu tali nefnist Tævan) hlutskarpastur.