Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ítalinn Jacobs vann gull í 100 metra hlaupi karla

epa09385606 Lamont Marcell Jacobs of Italy celebrates winning the Men's 100m final at the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 01 August 2021.  EPA-EFE/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ítalinn Jacobs vann gull í 100 metra hlaupi karla

01.08.2021 - 13:17
Lamont Marcell Jacobs frá Ítalíu tryggði sér Ólympíugullið í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Jacobs hljóp á 9,80 sekúndum sem er hans besti tími í greininni.

 

Í fyrsta sinn frá árinu 2004 var enginn Usain Bolt í úrslitum 100 metra hlaups karla og alveg ófyrirséð hvert gullið myndi fara. Það reyndist hins vegar Jacobs sem var fyrstur í mark fjórum hundruðustu á undan næsta manni á 9,80 sekúndum. Silfrið tók Bandaríkjamaðurinn Fred Kerley á 9,84 sekúndum og bronsið fór til Kanadamannsins Andre de Grasse sem hljóp á 9,89 sem er hans besti árangur í greininni.