Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eldflaugaárás gerir flugvöllinn í Kandahar óstarfhæfan

01.08.2021 - 04:42
epa09379751 An armed supporter of former Mujahideen commander Ismail Khan, holding a rocket-propelled grenade (RPG) launcher stands guard at a check point in the Pul-e Malan area of Guzara district in Herat, Afghanistan, 30 July 2021. The Taliban on 27 July condemned the United States' decision to continue offering air support to Afghan security forces even after the withdrawal of international troops from the country, which has allowed the insurgents to make rapid territorial gains. The withdrawal of US and NATO troops, set to be completed by late August, was part of the agreement signed last year in Doha by Washington and the Taliban. As part of the deal, the US had agreed to completely pull out from Afghan soil and the rebels had agreed to hold a dialog with the Afghan government for a political resolution to the war.  EPA-EFE/JALIL REZAYEE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Flugvöllurinn í Kandahar í Afganistan skemmdist í eldflaugaárás Talibana í nótt. Minnst þremur flaugum var skotið að flugvellinum og tvær sprungu á flugbraut. Sókn Talibana í átt að lykilborgum í landinu þyngist óðum.

Þess vegna gripu flugmálayfirvöld til þess að stöðva alla flugumferð. Viðgerðir eru þegar hafnar og líklegt þykir að þeim ljúki síðdegis í dag, sunnudag.

Undanfarnar vikur hafa Talibanar hert sókn sína í átt að Kandahar og fleiri borgum í Afganistan. Þeir hafa setið um borgina sem eykur ótta íbúanna við að þeir nái henni á vald sitt.

Flugvöllurinn er nauðsynlegur stjórnarhernum til að halda aftur af framrás Talibana að þessarri næststærstu borg landsins.

Frá því að brotthvarf Bandaríkjahers úr landinu hófst hafa Talibanar fyrst og fremst náð að sölsa undir sig strjálbýl svæði. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi lítt brugðist við því þar sem svæðin eru ekki talin hernaðarlega mikilvæg.

Undanfarnar vikur færast Talibanar þó æ nær því að ná tangarhaldi á mikilvægum borgum á borð við Herat í vesturhluta landsins og Lashkar Gah í suðri.

Takist Talibönum það ætlunarverk sitt eykur það ótta manna um að stjórnarherinn ráði ekki við landvinninga þeirra.