Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

83 smit í gær - helmingur í sóttkví

01.08.2021 - 11:01
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
83 covid-smit greindust innanlands í gær, þar af var rétt rúmlega helmingur í sóttkví. Þetta er minnsti fjöldi smita sem greinist frá síðasta sunnudegi en alla jafna fara færri í sýnatöku um helgar en virka daga og sömuleiðis greinast færri smit. Litlu hærra hlutfall þeirra sem mættu í sýnatöku í gær reyndist smitað en var raunin í fyrradag, 3,2 prósent á móti 3,1 prósenti.

Í gær var tekið 2.591 sýni, hátt í tvö þúsund færri en á föstudag þegar 4.692 sýni voru tekin. 

Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita var 319,9 í fyrradag en var komið í 342,2 í gær. Nýgengi á landamærunum fór úr 7,9 á hverja hundrað þúsund íbúa í 6,5.

Búið er að uppfæra tölur frá því á föstudag. Fyrst var greint frá því að 145 hefðu greinst þann dag, sem var met, en samkvæmt uppfærðum tölum reyndust smitin hafa verið enn fleiri, eða 154.

Flest smit á dag
154 - 30. júlí 
129 - 28. júlí
124 - 29. júlí
123 - 26. júlí
123 - 26. júlí

Fréttin hefur verið uppfærð.