Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skjálfti 3,3 að stærð í Kötlu

31.07.2021 - 13:48
Innlent · Katla
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti varð í Kötlu þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í eitt í dag. Skjálftinn mældist 3,3. Skömmu síðar varð annars skjálfta vart. Hann var öllu minni, líklega um 2,5 en ekki er búið að yfirfara hann.

Skjálftunum í dag svipar til skjálfta sem urðu í Kötluöskjunni í fyrradag. Sá stærsti þann daginn var 3,2. Síðan hafa komið margir minni skjálftar í smá hrinum.

Smávegis hefur lekið af jarðhitavatni í Múlakvísl án þess þó að það sé til marks um að hlaup hefjist. 

Skjálftar sem þessir koma ekki á óvart á þessum tíma enda þekkt að skjálftar séu tíðari á sumrin.