Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Keppir ekki á morgun en heldur tveimur áhöldum opnum

epaselect epa09376480 US Gymnast Simone Biles watches from the stands at the start of the Women's All-Around final during the Artistic Gymnastics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Ariake Gymnastics Centre in Tokyo, Japan, 29 July 2021.  EPA-EFE/HOW HWEE YOUNG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Keppir ekki á morgun en heldur tveimur áhöldum opnum

31.07.2021 - 06:43
Tilkynning barst frá bandaríska Ólympíusambandinu í nótt að bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles muni ekki keppa í úrslitum í stökki og á tvíslá á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrramálið. Ekki sé þó öll nótt úti enn hjá henni í Tókýó hvað varðar keppni.

Biles hafði þegar dregið sig út úr fjölþrautinni og úr úrslitum liðakeppninnar, eftir þó að hafa keppt í forkeppni áhaldafimleikanna fyrr á leikunum. Þar stóð hún sig best allra þrátt fyrir smávægilega hnökra. Hún dró sig hins vegar úr keppni vegna andlegs álags og pressu.

Vel hefur verið fylgst með Biles af sjúkra- og sálfræðiteymi bandaríska liðsins síðan hún dró sig úr liðakeppninni. Í tilkynningunni í nótt kemur fram að hún treysti sér ekki í að keppa í úrslitum stökksins og tvíslánnar í fyrramálið. Enn sé í skoðun hvort hún keppi í úrslitum gólfæfinganna á mánudag og eins í úrslitum á jafnvægisslá á þriðjudag.