Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Enn rafmagnslaust að hluta í Bláskógabyggð

31.07.2021 - 01:28
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Enn er rafmagnslaust í hluta Brekkuskógar í Bláskógabyggð þar sem er sumarbústaðabyggð. Verið er að skipta um spenna sem lostnir voru eldingum í dag.

Að öðru leyti er rafmagn komið á að mestu en búist er við að viðgerð geti tekið allt að þrjár klukkustundir samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi. 

Landsnet hafði fyrr í dag varað við hættunni af eldingum á svæði sem nær frá Þingvöllum og Sogi í vestri, austur um uppsveitirnar og hálendisbrúnina, að Heklu og Fljótshlíð. 

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á vef RARIK.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV