Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ánægð með uppfærð markmið, en ósátt við slóðana

epa05621128 Executive Secretary of the United Nations Framework Convention on Climate Change, Patricia Espinosa, attends the opening of the COP22 in Marrakech, Morocco, 07 November 2016. The UN Climate Change Conference COP22 will be held between 07 and
 Mynd: epa
Hundrað og tíu ríki hafa sent skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna uppfærð landsmarkmið, í aðdraganda 26. Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í desember. Fjögur af hverjum tíu ríkjum sem eiga aðild að samningnum trössuðu það hins vegar. „Betur má ef duga skal,“ segir Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsskrifstofunnar.

Fresturinn til þess að skila uppfærðum markmiðum rann út í gær og ekki víst að markmið sem berast of seint verði höfð með í samantektarskýrslu sem verður gefin út í fyrir fundinn í Glasgow. Með skýrslunni fæst mynd af  þeim árangri sem getur náðst í loftslagsmálum með sameiginlegum aðgerðum ríkja. Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsskrifstofunnar, segir í tilkynningu að gærdagurinn hafi verið mikilvægur áfangasigur í sameiginlegri baráttu ríkja heims gegn loftslagsvánni, og ekki vanþörf á því veðuröfgar hafi undanfarið skapað neyðarástand víða um heim.

Þó Espinosa gleðjist yfir landsmarkmiðunum 110 sem hafa skilað sér, segir hún að ríki heims þurfi að gera betur. Fjögur af hverjum sex ríkjum sem eiga aðild að samningnum eiga nefnilega eftir að skila uppfærðum markmiðum. Þá þurfi landsframlögin að vera töluvert metnaðarfyllri, eigi markmið loftslagssamningsins að nást. EIns og er vanti mikið upp á að aðgerðir sem ríki boða dugi til að halda hlýnun jarðar innan við 2 gráðurnar. „Ég vona að nýtt mat á sameiginlegum aðgerðum ríkjanna skili okkur jákvæðari mynd,“ segir Espinosa. 

Ísland búið að skila en ekki skuldbundið til að bæta í

Ísland skilaði inn uppfærðu landsframlagi í febrúar, og var eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki skilaði þeim fyrir árslok 2020. Íslenska ríkið á aðild að sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja með Noregi. Í desember í fyrra samþykkti Evrópusambandið að skerpa á markmiðunum, minnka losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við viðmiðunarárið 1990 í stað 40% samdráttar sem áður var stefnt að. Íslensk stjórnvöld hafa í ljósi þessa lýst því yfir að hér verði metnaðurinn líka aukinn. Áður hafði Ísland skuldbundið sig til að minnka losun um 29% miðað við árið 2005.  Ef marka má nýjar tölur frá Eftirlitsstofnun EFTA um árlegar losunarúthlutanir Íslands næsta áratuginn, er þó ekki að sjá að Ísland sé skuldbundið til að draga meira úr losun en sem nemur fyrrnefndum 29%. ESA byggði úthlutanir sínar á samningi Íslands, Noregs og Evrópusambandins frá því í október 2019 og vann náið með Íslandi, Noregi og framkvæmdastjórn ESB við undirbúning ákvörðunarinnar og útreikning á árlegu losunarúthlutunum. 

Á þessu ári má samfélagslosun á Íslandi, það er losun frá samgöngum, byggingariðnaði, landbúnaði og úrgangi, ekki fara yfir 2,876.150 milljónir tonna af koltvísýringsígildum. Einhver sveigjanleiki er þó til þess að kaupa heimildir, fari losun yfir mörk.

Veðuröfgar leiftrandi viðvörunarmerki

Residents and shopkeepers are trying to clear mud from their homes and move unusable furniture outside in Ahrweiler, western Germany, Saturday, July 17, 2021. Heavy rains caused mudslides and flooding in the western part of Germany. Multiple have died and are missing as severe flooding in Germany and Belgium turned streams and streets into raging, debris-filled torrents that swept away cars and toppled houses. (Thomas Frey/dpa via AP)
Hreinsunarstarf er hafið í bænum Ahrweiler. Mynd: AP - DPA
Flóð í Þýskaland í sumar.

Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að aðildarríki uppfæri landsmarkmið sín í loftslagsmálum á fimm ára fresti, þetta áttu ríkin að gera í fyrsta sinn árið 2020. Markmið samkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2 gráður og helst innan við 1,5 til að stemma stigu við alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál áætlar að til að ná þessu þurfi losun ríkja heims innan tíu ára að vera orðin rúmur helmingur, 55%, af því sem hún var árið 2010. Ofsahitabylgjur, þurrkar og skyndiflóð um allan heim séu blikkandi viðvörunarmerki um að þörf sé á mun umfangsmeiri og hraðari aðgerðum til að breyta um kúrs. Í fréttatilkynningu Loftslagsskrifstofunnar segir að samdrátturinn í losum þurfi að vera stöðugur og stigvaxandi. Skrifstofan hvetur þau ríki sem enn eiga eftir að skila uppfærðum markmiðum til þess að drífa í því. Sömuleiðis eru ríki sem hafa uppfært markmið sín hvött til þess að halda áfram að skerpa á þeim og auka metnaðinn. Þannig auki þau viðnámsþrótt jarðar og stuðli að velferð fólks um allan heim.