Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Yfir 100 smit fjórða daginn í röð

30.07.2021 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
112 covid-smit greindust innanlands í gær. Þetta er fjórði dagurinn í röð þar sem hundrað eða fleiri smit greinast innanlands og sá sjötti frá upphafi faraldursins. Tölur fyrir smit sem greindust í fyrradag hafa verið uppfærðar. Nú er ljóst að 129 greindust með covid þann dag og hafa smitin aldrei verið fleiri á einum sólarhring hérlendis.

73 þeirra sem greindust með covid í gær eru bólusett, tvö hálfbólusett og 35 óbólusett. Ekki liggja fyrir upplýsingar um tvö þeirra smituðu. Rúmlega fjórðungur þeirra sem greindust með smit í gær var í sóttkví við greiningu. 

Nýgengi smita innanlands er komið í 280,6 en er 10,4 á landamærunum. 1.072 eru nú í einangrun vegna smits og 2.590 í sóttkví vegna samskipta við smitaða.

Flest COVID-smit á einum degi

129 - 28. júlí 2021
123 - 26. júlí 2021
123 - 27. júlí 2021
112 - 29. júlí 2021
106 - 24. mars 2020
100 - 5. október 2020