Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vertu á vappi yfir verslunarmannahelgina

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir - RÚV

Vertu á vappi yfir verslunarmannahelgina

30.07.2021 - 13:40

Höfundar

Í ljósi hertra takmarkanna hafa áform fólks um allt land raskast. Margur ætlar þó að ferðast um landið og njóta náttúrunnar. Spáð er blíðviðri víðs vegar um landið yfir helgina og kjörið að grípa gæsina þegar hún gefst og eyða samverustundum úti.

Við Íslendingar búum svo vel að landið okkar getur verið endalaus uppspretta afþreyingar og ætti því engum að leiðast yfir helgina. Ritstjórn Ríkisútvarpsins hefur því tekið saman sitt hvað sem hægt er að gera víða um land og ættu öll að geta fundið sér eitthvað við hæfi, hvort sem er í fjölskyldu- eða vinaferð. 

Mynd með færslu
 Mynd: Joshua Choate - Pixabay

Frisbígolf 

Það er óhætt að segja að vinsældir frisbígolfsins hafa sjaldan verið meiri en nú, enda bæði holl og skemmtileg hreyfing sem hægt er að stunda með góðum vinum og vandamönnum. Það er því vel við hæfi að hefja þennan lista á því að telja upp nokkra af okkar uppáhaldsvöllum um landið.  

 Stuttir og skemmtilegir vellir: 

 • Hveragerði 
 • Hella 
 • Víðistaðatún á Akureyri 
 • Fáskrúðsfjörður

Lengri og meira krefjandi: 

 • Selfoss 
 • Háskólavöllurinn á Akureyri 
 • Þorlákshöfn  
 • Hrafnagil í Eyjafirði

Um 70 velli er að finna á landinu öllu, hægt er að finna lista yfir alla vellina eftir landshluta hér.  


 

Mynd með færslu
 Mynd: Þorsteinn Eyþórsson - Flickr

Náttúrulaugar 

Það er fátt betra en að njóta fallegrar náttúru með því að láta líða úr sér í heitri laug. Hér á Íslandi erum við svo heppin að náttúrulaugar er víða að finna og því tilvalið að skella sér annaðhvort í næstu laug eða gera sér lengri ferð.  

Við mælum með: 

 • Lýsuhólalaug, á sunnanverðu Snæfellsnesi 
 • Vök, á Egilsstöðum 
 • Víti, í Öskju  
 • Seljavallalaug, við Mýrdalsjökul 
 • GeoSea sjóböð, á Húsavík 

Eins og áður segir er ógrynni af fallegum náttúrulaugum á Íslandi og hægt er að nálgast lista yfir margar þeirra hér.  


 

Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - Rúv

Bæjarferðir 

Við í ritstjórninni höfum alltaf haft gaman af því að rölta stefnulaust á milli fallegra húsa. Því mælum við með því að skreppa yfir í næsta bæjarfélag, eða lengra, og kíkja á miðbæinn, skoða kirkjuna og ef til vill grípa kaffibolla og bakkelsi.  

Til að mynda var fyrir skemmstu vígður nýr miðbær á Selfossi og á Seyðisfirði hefur loksins verið opnað bakarí.  


 

Sumarið 2021 fara fram sumarsýningar á Listasafni Árnesinga.Þær eru „Áhrif og andagift“, „Yfirtaka“ og „Iðustreymi“
 Mynd: Aðsend - Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

Listasöfn 

Mikilvægt er að rækta hugann og er það einna best gert með smá list og menningu. Víða verður opið á listasöfnum um helgina og því kjörið tækifæri tilað skella sér, fyllast andgift og kaupa póstkort með verkunum í smækkaðri mynd.  

Hér eru nokkur söfn sem verða opin yfir helgina:  

 • Listasafnið á Akureyri 
 • Listasafn Árnesinga 
 • Listasafn Reykjavíkur 
 • Safnahús Borgarfjarðar 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Curren Podlesny - Unsplash

Fossar

Eitt af því sem dregur hve flesta ferðamenn hingað til lands eru fossarnir okkar, og af góðri ástæðu. Sjaldan kemst maður í jafn mikið tæri við mátt náttúrunnar og þegar staðið er frammi fyrir fossi sem steypist fram af klettsbrún svo dynur í eyrunum.  

Við í ritstjórn mælum með að leita uppi þá fossa sem nálægt ykkur eru. Oft er hægt að ganga um svæðið þar sem fossinn er og fara í létta fjallgöngu í leiðinni. 

Hér eru nokkrir fossar sem við mælum með að skoða: 

 • Dynjandi í Arnarfirði 
 • Gluggafoss í Fljótshlíð 
 • Glymur í Hvalfirði 
 • Fossinn í Fjaðrárgljúfri hjá Kirkjubæjarklaustri 
 • Svartifoss í Skaftafelli  

Hægt er að sjá lista yfir fleiri fossa hér. 


Hafið það sem allra best yfir verslunarmannahelgina og njótið þess að ferðast innanlands.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína

Kvikmyndir

Fimm hryllilegar nornamyndir fyrir hrekkjavökuna

Menningarefni

Sjö fjörugar fjölskylduþrautir í faraldri

Menningarefni

Svona er hægt að skemmta sér um helgina