Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skjálftar líklegast tengdir bráðnun í jöklinum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Kötluöskju eftir að tveir skjálftar, 3,2 að stærð, mældust þar í kvöld. Fyrri skjálftinn varð klukkan 19:20 og fylgdi annar tveimur mínútum síðar. Náttúruvársérfræðingur segir mögulegt að bráðnun jökla hafi komið skjálftunum af stað.

Síðan hafa á þriðja tug eftirskjálftar mælst. Skjálftavirknin er því töluverð en ekki hafa mælst breytingar á vatnasviði né rafleiðni í ám á borð við Múlakvísl.

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó ekkert enn benda til þess að Kötlugos sé í vændum. Líklegast sé að skjálftarnir tengist bráðnun í jöklinum sem sé algeng á þessum tíma árs þegar hitna tekur. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir