Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Samfylkingin og Framsókn hástökkvararnir

30.07.2021 - 20:10
Mynd: RÚV / RÚV
Ríkisstjórnin heldur meirihluta samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast samanlagt með 49,8 prósenta fylgi en það dugar þeim þó til að fá meirihluta þingsæta, 34 af 63.

Samfylkingin og Framsóknarflokkur bæta við sig fylgi en fylgi Viðreisnar dala. Sem eru þeir mun fleiri sem segjast styðja ríkisstjórnina en ætla að kjósa þá flokka sem að henni standa.

Um 59 prósent aðspurðra segjast styðja stjórnina, sem er sama hlutfall og í síðasta þjóðarpúlsi

Könnunin var gerð 30. júní til 28. júlí og svöruðu tæplega 3800 manns af landinu öllu. 

Magnús Geir Eyjólfsson
alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV