Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ný plata frá Prince fimm árum eftir andlátið

Mynd með færslu
 Mynd: YouTube

Ný plata frá Prince fimm árum eftir andlátið

30.07.2021 - 05:40

Höfundar

Í dag kemur út ný plata með bandaríska tónlistarmanninum Prince þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá andláti hans. Platan sem heitir Welcome 2 America var tekin upp árið 2010 og inniheldur tólf lög.

Í umfjöllun The New York Times um plötuna segir að innihald hennar sé nánast eins og Prince hafi séð fram í tímann enda séu textarnir þrungnir dapurlegum vangaveltum um ástandið í Bandaríkjunum.

Árið sem platan var tekin upp hafði Barack Obama verið við völd í tvö ár og tónlistarmanninum fannst forsetinn litlu hafa áorkað. Prince tekur á ýmsum málefnum á borð við kynþáttafordómum, arðráni, upplýsingaóreiðu, frægð, trú og kapítalisma á nýju plötunni.

Prince Roger Nelson, var 57 ára þegar hann lést 21. apríl árið 2016. Hann gaf út yfir þrjátíu plötur á löngum ferli og seldi vel á annað hundrað milljóna eintaka. Fyrsta platan hans, For You kom út árið 1978 en talið er að sé til heilmikið óútgefið efni eftir hann. 

Tengdar fréttir

Tónlist

„Þegar Prince dó ákvað ég að hætta að fresta“