Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íbúafundur staðfestur í Varmahlíð

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Þorbjörg - RÚV
Íbúafundur verður haldinn í Varmahlíð 5. ágúst. Fundurinn er haldinn í kjölfar auskriðu sem féll á tvö hús í þorpinu 29. júní.

Framkvæmdir verði kynntar íbúum

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar var ákveðið að kalla skyldi íbúa Varmahlíðar á íbúafund um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eftir að aurskriðan féll á húsin tvö við Laugarveg. Íbúar hafa óskað eftir að fundur yrði haldinn til að fá upplýsingar um framvindu framkvæmda.

Til skoðunar eru frekari framkvæmdir til að tryggja svæðið enn frekar og verða þær einnig kynntar íbúum á fundinum.

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir einnig að fela sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni, að senda umhverfis- og auðlindaráðherra beiðni um gerð hættumats fyrir Varmahlíð. Jafnframt að beiðni verði send um gerð hættumats fyrir hluta Sauðárkróks.