Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hátt í þrjúhundruð tilkynningar um röskun á tíðahring

epa09149751 A Romanian doctor displays a vial of the Covid-19 Moderna vaccine, at the mobile vaccination center installed in the yard of the public school of Afumati village, near Bucharest, Romania, 21 April 2020. Starting from 21 April, the Romanian Army launched 20 new mobile vaccination centers against COVID-19 throughout the country, in order to speed-up the vaccination campaign in isolated or hard to reach localities. Mobile vaccination centers are serviced by military medical personnel, and assisted by civilian paramedics. Romanian authorities hope to reach 100,000 vaccinations a day.  EPA-EFE/ROBERT GHEMENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rúmlega þúsund konur eru í facebookhópnum Tíðahringur bólusettra kvenna gegn C19 þar sem þær deila reynslusögum um möguleg áhrif bóluefna á blæðingar. Lyfjastofnun hafa borist tæplega 300 tilkynningar þess efnis. Lyfjastofnun kannar hvort hægt sé að framkvæma sérstaka rannsókn á tilkynntum tilfellum á Íslandi um röskun á tíðahring í tengslum við bólusetningar gegn Covid-19.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Tilkynningarnar varða meðal annars óreglulegar tíðablæðingar eða breytingar á þeim, tíðateppu, tíðaþurrð, fyrirtíðaspennu, fyrirtíðaverki, milliblæðingar, seinkun blæðinga, blettablæðingar og tíðaþrautir.

Þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða en það er hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar að skoða tilkynningarnar. Þær séu síðan metnar í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni í samvinnu við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Í kjölfarið er hægt að meta hvert tilfelli fyrir sig, skoða samnefnara á milli tilfella og hvort mögulegt orsakasamband sé til staðar. 

Í svari Lyfjastofnunar voru tilkynningarnar ekki sundurliðaðar eftir bóluefnum. 

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV