Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Guðni Valur úr leik í kringlukastkeppninni

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Guðni Valur úr leik í kringlukastkeppninni

30.07.2021 - 03:23
Kringlukastaranum Guðna Val Guðnasyni mistókst að komast í úrslit í kringlukasti á Ólympíuleikunum. Öll þrjú köst hans reyndust ógild.

Keppni í kringlukasti hófst nú á þriðja tímanum í nótt. Allir keppendur fengu þrjú köst en öll köst Guðna voru ógild. 

Það fyrsta fór í netið og var þar með ógilt  Annað kastið var rétt um 58 metrar en kringlan lenti hins vegar utan geira og þar með var kastið líka ógilt. Guðni Valur virtist þó óbugaður því hann heyrðist segja skýrt á íslensku fyrir sjónvarpsmyndavélar eftir annað kastið að hann þyrfti bara eitt kast til að koma sér í úrslit. Þriðja kast Guðna var rétt rúmlega 55 metrar. Guðni ákvað að láta ekki mæla það, steig því út fyrir hringinn og gerði það þar með ógilt. 

Kasta þurfti 66,00 metra til að tryggja sæti í úrslit. Annars gildir árangur 12 bestu í forkeppninni inn í úrslitin.  Báðir lærisveinar Vésteins Hafsteinssonar, Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson komust báðir í úrslitin.

Tengdar fréttir

Tennis

Óvænt úrslit og heimsmet á sjöunda degi Ólympíuleikanna