Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Evrópusambandið beinir spjótum að valdamönnum í Líbanon

epa09370303 Workers install a monument inside Beirut port as a remembrance for the victims of the 04 August harbor blast in Beirut, Lebanon, 27 July 2021. A massive blast on 04 August 2020 rocked Beirut's port in which at least 200 people were killed and more than 6,000 injured, believed to have been caused by an estimated 2,750 tons of ammonium nitrate stored in a warehouse, devastated the port area of Beirut and several parts of the city.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópusambandið lýsti því yfir í dag að það væri tilbúið að beita ráðandi stétt í Líbanon refsiaðgerðum vegna stjórnmála- og fjármálakreppunnar í landinu sem stefnir afkomu íbúa þess í vonarvöl. Spjótum yrði beint að þeim sem standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar í landinu.

Ekki hefur verið starfhæf ríkisstjórn í Líbanon eftir að sú síðasta sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar miklu í Beirút í ágúst á síðasta ári. Alþjóðabankinn lýisr kreppunni í Líbanon sem þeirri allra verstu frá því um miðja nítjándu öld.

Verðbólgan í landinu er komin yfir 100 prósent og líbanska líran hefur misst 90 prósent af verðgildi sínu. Líbanon reiðir sig að miklu leyti á innflutning. Ríkið er nánast gjaldþrota og matur, lyf og eldsneyti eru af skornum skammti. 

Najib Mikati fékk stjórnarmyndunarumboð á mánudag en aðgerðum Evrópusambandsins yrði beint gegn þeim sem stæðu í vegi fyrir að stjórnarmyndun takist.

Aðgerðum yrði beint gegn þeim sem ógna réttarríkinu og grafa undan lýðræði eins og segir í yfirlýsingu. Þær fælu meðal annars í sér ferðabann til Evrópu og frystingu eigna einstaklinga og samtaka. Öll aðildarríkin 27 þurfa að samþykkja aðgerðirnar og að hverjum þær beinast. 

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Janet Yellen fjármálaráðherra kveðast bæði fagna ákvörðun Evrópusambandsins.