Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Odenkirk að jafna sig á sjúkrahúsi

BETTER CALL SAUL – Season 2 – Pictured (L-R): Jonathan Banks as Mike Ehrmantraut and Bob Odenkirk as Jimmy McGill – Photo Credit: © 2015 Ben Leuner/AMC.
 Mynd: cc -  http://thetvdb.com/

Odenkirk að jafna sig á sjúkrahúsi

29.07.2021 - 05:17

Höfundar

Heilsa bandaríska leikarans Bobs Odenkirk virðist fara batnandi en hann liggur á sjúkrahúsi eftir að hann hné niður í gær við upptökur á sjónvarpsþáttunum Better Call Saul.

 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá talsmanni leikarans þar sem sagt er að ástand hans sé stöðugt.

Jafnramt segir að fjölskylda hans vilji koma á framfæri þakklæti til þess hjúkrunarfólks og lækna sem annast hann. Talið er að Odenkirk, sem er 58 ára hafi fengið hjartaáfall. 

Eftir að fréttist af áfalli leikarans sendu aðdáendur hans honum batakveðjur á samfélagsmiðlum og fjölskyldan þakkar það líka en biður um að hann fá frið til að jafna sig.

Tökur standa yfir í Nýju Mexikó á sjöttu og síðustu þáttaröðinni um lánlausa lögfræðinginn og hrappinn Jimmy McGill sem tekur upp nafnið Saul Goodman og öðlast frægð og frama sem verjandi.

Þættirnir eru aukaafurð þáttaraðarinnar Breaking Bad þar sem Odenkirk lék lögfræðing kennarans Walter White sem gerðist eiturlyfjasali.

Odenkirk var fjórum sinnum tilnefndur til Emmy og Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í þáttunum um lögfræðinginn Saul og hefur tvisvar fengið Emmy fyrir önnur verk.