Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Mestu skógareldar í yfir hálfa öld í Finnlandi

29.07.2021 - 23:12
Mynd með færslu
 Mynd: Jokilaaksojen pelastuslaitos - Twitter
Í bænum Kalajoki í Finnlandi loga nú mestu skógareldar sem sést hafa þar í landi í yfir hálfa öld. Bruninn nær yfir um 300 hektara svæði í Kalajoki sem staðsett er á vesturströnd Finnlands. Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á mánudag en í dag náðist loks að afmarka svæðið sem logar en enn er langt í land áður en hægt verður að ráða niðurlögum eldsins vegna þess hve stórt svæðið er.

Um 250 manns voru við slökkvistörf í dag ásamt liðsauka frá suðurhluta Finnlands. Þetta kemur fram á vef finnska ríkisútvarpsins, YLE. 

Jarmo Haapanen, sem stýrir aðgerðum á svæðinu, segir í samtali við YLE að staðan á eldunum sé nú loks orðin stöðug en þó þori hann ekki að fullyrða ennþá að búið sé að ná tökum á þeim. 

Umfang eldanna sést vel á myndum sem fylgja Twitter-færslu finnskrar björgunarsveitar sem hefur, ásamt fleirum, komið að slökkvistarfinu í Kalajoki: 

Fréttin hefur verið uppfærð