Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jörð skelfur í Kötlu

29.07.2021 - 20:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skjálfti, 3,2 að stærð, varð klukkan 19:20 í kvöld í norðaustanverðri Kötluöskju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Þá mældist annar skjálfti af sömu stærð klukkan 19:22. Þegar hafa minnst tuttugu eftirskjálftar mælst.

Skjálftavirknin er töluverð en ekki hafa mælst breytingar á vatnasviði. Verið er að vakta vatnamælingar, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. 

Hann bætir jafnframt við að enn bendi ekkert til þess að Kötlugos sé í vændum.